20.05.1958
Efri deild: 103. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 150 í C-deild Alþingistíðinda. (1844)

157. mál, kostnaður við skóla

Frsm. (Sigurvin Einarsson):

Herra forseti. Mér barst ósk í morgun frá hæstv. menntmrh. um, að ég hlutaðist til um við hæstv. forseta, að þetta mál yrði tekið af dagskrá nú í dag, af því að hann þurfi að athuga frv. og mun væntanlega gera það nú síðar í dag. Lengur mun það varla þurfa að dragast.