18.10.1957
Efri deild: 5. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 156 í C-deild Alþingistíðinda. (1864)

6. mál, eignarskattsviðauki

Bernharð Stefánsson:

Herra forseti. Hæstv. fjmrh. getur ekki mætt á þessum fundi og gerði mér orð að fylgja þessu litla frv. úr hlaði.

Ég sé nú ekki, að það þurfi um það mörg orð að hafa, því að frv. er gamall kunningi. Það er um framlenging á lagaákvæði, sem nú gilda og gilt hafa undanfarin ár til eins árs í senn um það að innheimta eignarskatt með 50% álagi. Ég man ekki, hvenær þetta var í lög tekið fyrst, en hitt man ég, að það eru orðin allmörg ár síðan það var gert og hefur verið framlengt ár frá ári.

Ég legg til, að frv. verði vísað til hv. fjhn.umr. lokinni.