18.12.1957
Neðri deild: 45. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 244 í C-deild Alþingistíðinda. (1940)

81. mál, skemmtanaskattur og þjóðleikhús

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason) :

Herra forseti. Það eru aðeins örfá orð. — Ég er satt að segja alveg hissa á pexi hv. þm. um þetta efni. Hann heldur hér sömu ræðuna hvað eftir annað og bætir engu nýju efnisatriði við, þó að hann komi aftur í ræðustólinn.

Ég vildi aðeins segja þetta að síðustu: Það er eitt aðalatriði í því, sem hann hefur sagt í öllum þeim ræðum, sem hann hefur haldið um málið, og það er, að þingvilji hafi verið fyrir því í vor að fara þá leið til tekjuöflunar fyrir vísindasjóð, sem hann nú stingur upp á í sínu frv., það hafi aðeins verið að kenna ofríki mínu og hæstv. fjmrh., að sú leið hafi ekki verið farin.

Hv. þm. var menntmrh. í mörg ár, áður en ég tók við því starfi. Ef það er rétt, að það væri þingvilji og hefði verið þingvilji fyrir því að fara þá leið, sem hann stakk upp á, til að stofna vísindasjóð, því var það þá ekki gert? Geta menn ekki af þessu markað, að það er rangt, sem hv. þm. segir um þetta efni?