22.04.1958
Neðri deild: 82. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 256 í C-deild Alþingistíðinda. (1971)

88. mál, sauðfjárbaðanir

Frsm. (Ásgeir Bjarnason) :

Herra forseti. Út af þeim ummælum, sem hv. 1. þm. Skagf. fór hér með varðandi þátttökuna í þeim svörum, sem bárust, vil ég geta þess tölum mínum til skýringar, að þær standa í grg. frv., eins og það var lagt fyrir Alþingi. En það má vel vera, og ég skal á engan hátt vefengja það, að hv. 1. þm, Skagf. fari með réttar tölur og að ástæðan fyrir því, að hans tölur séu réttari, en mínar, séu þær, að Búnaðarfélagi Íslands hafi borizt svör, eftir að frv. var lagt fyrir Alþ., en þess gat hv. þm. ekki.

Að öðru leyti vil ég bara ítreka það, sem ég sagði hér áðan, að ég vænti þess, að frv. verði samþykkt.