11.12.1957
Efri deild: 36. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 101 í B-deild Alþingistíðinda. (221)

73. mál, kosningar til Alþingis

Frsm. meiri hl. (Alfreð Gíslason):

Herra forseti. Allshn. hefur á fundi sínum athugað frv., sem fyrir liggur. N. varð ekki sammála um afgreiðslu þess. Var einn þm., hv. þm, V-Sk. (JK), andvígur frv. í heild og mun hann skila séráliti.

Meiri hl. n, leggur hins vegar til, að frv. verði samþ. með nokkrum minni háttar breytingum. Eru brtt. þær á þskj, 135 og þarfnast ekki mikilla skýringa.

Sú fyrsta er þess efnis, að í stað orðanna „frambjóðendur og umboðsmenn framboðslista“ í síðari efnismálsgr. 1. gr. frv. komi: frambjóðendur og umboðsmenn þeirra eða framboðslista.

Önnur till. er aðeins um breytt orðalag á 3. gr. Í þriðju till. er því bætt inn í 4. gr., að kjörstjórn skuli senda kjörskráreintök, sem notuð hafa verið við kosningu, í innsigluðum umbúðum til yfirkjörstjórnar.

Fjórða og fimmta till. eru aðeins um það, að í stað „önnur auðkenni“ í 5. og 6. gr. komi: önnur slík auðkenni.

Loks er í sjötta lið lagt til, að síðari efnismálsliður 8. gr. frv. verði felldur niður.

Ég sé ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um þessar brtt. meiri hl. n., þær skýra sig í rauninni sjálfar. — Einn nm., hv. 11. landsk. þm., var fjarverandi og tók því ekki þátt í afgreiðslu málsins.