11.12.1957
Efri deild: 36. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 101 í B-deild Alþingistíðinda. (223)

73. mál, kosningar til Alþingis

Forseti (BSt):

Þegar ég frestaði fundinum áðan, var það með tilliti til þess, að nál. frá hv. minni hl. allshn. var ekki komið, og að ég til tók klukkan hálfþrjú, að fundurinn ætti að hefjast, var sökum þess, að þá var mér lofað því, að þetta nál. yrði komið, og nú hefur hv. d. samþ. þau afbrigði, að málið megi takast fyrir.

Nú á ég von á nál. á hverri stundu, og er nú að vísu leiðinlegt að fresta fundi hvað eftir annað, en það skal þó verða tekið til greina, þar sem það er ósk hv. þm., og fundi frestað til klukkan þrjú. Þá vona ég að nál. verði komið.