16.04.1958
Sameinað þing: 39. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 31 í D-deild Alþingistíðinda. (2290)

155. mál, lífeyrisgreiðslur

Eggert Þorsteinsson:

Herra forseti. Ég vil fyrir hönd flm. annarrar þeirrar þál., sem hv. fjvn. hefur hér sameinað í eina, færa n. þakkir fyrir afgreiðslu málsins og láta þá von flm., Jóhönnu Egilsdóttur, í ljós, að málið megi nú fá hér einróma samþykki, og jafnframt, að hæstv. ríkisstjórn sjái svo um, að þessi endurskoðun, sem hv. fjvn. gerir ráð fyrir, fari fram hið allra fyrsta, þannig að bætur megi fást á framkvæmd þeirra mála, sem hér um ræðir. Ég sem sagt færi n. þakkir fyrir góða afgreiðslu málsins og lýsi fullum stuðningi flm. við þá afgreiðslu, sem nefndin hefur þegar gert ráð fyrir.