26.03.1958
Sameinað þing: 37. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 61 í D-deild Alþingistíðinda. (2352)

159. mál, lán til kaupa á vélskipinu Vico

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Þessi þáltill. er flutt af ríkisstj., og eins og gerð er grein fyrir í aths. við hana, eru málavextir þeir, að fyrir skömmu fékk útgerðarmaður í Hafnarfirði, sem Jón heitir Gunnarsson, gjaldeyrisog innflutningsleyfi fyrir vélskipi frá Noregi, sem þar var til sölu, svo til nýju skipi, 193 brúttósmálestir að stærð. Gert var ráð fyrir, að hann fengi fyrir nokkrum hluta kaupverðsins lán í Noregi, en þegar til kom, var ekki hægt að festa kaup á skipinu eða notfæra sér þetta boð, nema ríkisábyrgð kæmi til.

Eigandi skipsins Leggur fram 40% af kaupverðinu frá sjálfum sér, og lánið, sem til greina kæmi að ríkisábyrgð yrði tekin á, yrði tryggt með 1. veðrétti í skipinu og þar að auki fasteignaveðum og ábyrgð Hafnarfjarðarkaupstaðar. Þetta lán yrði því óvenjulega vel tryggt.

Ríkisstj. fannst nauðsynlegt að greiða fyrir þessu máli. Þetta mál komst á úrslitastig í þinghléinu í vetur og gaf þá ríkisstj. fyrirheit um, að hún mundi beita sér fyrir því, að ríkisábyrgð fengist fyrir láninu, til þess að kaupin gætu átt sér stað. Því er þessi þáltill. fram komin.

Ég vil leyfa mér að óska eftir því, að málinu verði vísað til hv. fjvn. að lokinni þessari 1. umr.