30.05.1958
Sameinað þing: 48. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 141 í D-deild Alþingistíðinda. (2483)

137. mál, stjórnarráð Íslands

Frsm. (Magnús Jónsson):

Herra forseti. Fjvn. hefur athugað tili. þessa og er henni efnislega meðmælt. Það er augljós nauðsyn þess að endurskoða núgildandi löggjöf um stjórnarráð Íslands. Sú löggjöf er orðin mjög úrelt, og ýmis ráðuneyti hafa síðar verið sett á laggirnar, sem raunverulega er ekki lagaheimild fyrir, og allt mjög á huldu um fyrirkomulag í einstökum atriðum í skipan stjórnarráðsins.

Það er tvímælalaust nauðsyn, að það sé sem mest festa í þessari yfirstjórn landsins og sem bezt skipulag á stjórnardeildum og ráðuneytum og starfaskiptingu milli þeirra, og vill því fjvn. fyrir sitt leyti mæla með því, að sú athugun fari fram, sem till. gerir ráð fyrir. Hins vegar varð samkomulag um það í n. að leggja til, að sú breyting yrði gerð á till., að í stað þess að Alþ. kysi sérstaka nefnd til þess að annast þessa endurskoðun, yrði ríkisstj. falið að láta endurskoðun þessa fara fram.