23.10.1957
Sameinað þing: 5. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 169 í D-deild Alþingistíðinda. (2545)

17. mál, eftirgjöf lána

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Það er aðeins af því að síðasti hv. ræðumaður, hv. 1. þm. Rang., talar hér á móti betri vitund, að ég verð að leiðrétta hann. Honum er það vel ljóst, m.a. úr nágrenni við sig, að ýmsar sveitarstjórnir úthlutuðu lánunum eingöngu eftir skepnufjölda manna, aðrar eftir heymagninu, og fæstar tóku nokkurt tillit til efnahags manna, enda lánin veitt til þess að kaupa fyrir fóðurbæti eða hey vegna lítils heyskapar og hrakins, en ekki sem „landssjóðsstyrkur“.