19.03.1958
Sameinað þing: 35. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 293 í D-deild Alþingistíðinda. (2661)

50. mál, brúar- og vegagerð

Benedikt Gröndal:

Herra forseti. Út af ummælum síðasta ræðumanns vil ég upplýsa fyrir nefndarinnar hönd, að hann gat sér rétt til, brtt, hans varð af misgáningi viðskila við aðaltill., þegar óskað var umsagnar. Þegar við í n. uppgötvuðum þessi mistök, áttum við um að velja að láta málið í heild bíða eftir því að fá álit á nýjan leik eða halda því áfram. En sérstaklega af því, að hv. flm. tók ekki illa í þessa afgreiðslu, völdum við þann kostinn að láta málið fram ganga, eins og hér hefur verið gert, heldur en tefja það og leita eftir nánari umsögn vegamálastjóra, enda er hér aðeins óskað eftir athugun, og nm. voru sammála um að mæla með því, að brtt. yrði afgreidd á sama hátt og aðaltill. til ríkisstj., hvort tveggja í þeirri von, að athugun verði haldið áfram.