18.12.1957
Efri deild: 45. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 209 í B-deild Alþingistíðinda. (282)

73. mál, kosningar til Alþingis

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Það var bent á það í hv, Nd., að ákvæði í 6. gr. frv., þar sem tekið var svo til orða: „í næstu húsum og í aðliggjandi götum“ — væri óákveðið, og þótti þessi bending á rökum reist. Var því flutt þar brtt. um að hafa sama orðalag á þessu og er í gildandi kosningalögum, og var hún samþ. í niðurlagi 6. gr. Þetta er eina breytingin, sem gerð var á málinu í hv. Nd.