18.12.1957
Efri deild: 45. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 213 í B-deild Alþingistíðinda. (289)

73. mál, kosningar til Alþingis

Forseti (BSt):

Mér hefur borizt svo hljóðandi skrifleg brtt. frá hv. þm. Vestm. (JJós):

„Við 7. gr. Á eftir „til áróðurs á sama tíma“ í síðari mgr. komi: Í næsta nágrenni við kjörstað.“

Nú er 7. gr. ekki nema ein málsgrein. Á þá að breyta því í málsliður, síðari málsliður? (Gripið fram í.) Hafa það bara aftan við gr.? (Gripið fram í.) Ég kann betur við, að hv. þm. geri þetta sjálfur.