19.12.1957
Efri deild: 45. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 213 í B-deild Alþingistíðinda. (290)

73. mál, kosningar til Alþingis

Jóhann Jósefsson:

Ég hef þá breytt því þannig, með leyfi hæstv. forseta, að brtt. verði við 7. gr., að aftan við hana komi, eins og hún er nú orðuð: „í næsta nágrenni við kjörstað“, og mundi þá lesast þannig, ef þetta væri samþ., að bannað er „að hafa flokksmerki, merki lista eða önnur slík auðkenni á bifreiðum, meðan kjörfundur stendur yfir, svo og að nota gjallarhorn til áróðurs á sama tíma í næsta nágrenni við kjörstað“. Orðalagið er þá í samræmi við það niðurlag 6. gr., sem breytt var í hv. Nd. og hæstv. ráðh. lýsti hér áður. Þar stendur líka „í næsta nágrenni“.