30.10.1957
Sameinað þing: 7. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 478 í D-deild Alþingistíðinda. (2924)

197. mál, íslensk-skandinavíska samgöngumálanefndin

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Ég vil taka fram, að þetta, að tala um sérstakt gengi á ferðamannagjaldeyri, finnst mér dálítið villandi að því leyti til, að það er ekki hægt að gera nema með því að borga uppbætur. Mér finnst vera réttara að orða þetta þannig að borga uppbætur á innborgaðan ferðagjaldeyri til bankanna, sem sé taka ferðamannagjaldeyrinn undir uppbótakerfi. Og það er náttúrlega það, sem menn verða að gera upp við sig, hvort það sé svo mikilvægt atriði, að þeir vilji leggja það til, að út í það verði farið. En þá þarf að afla tekna til þess með nýjum álögum.