02.06.1958
Sameinað þing: 50. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1655 í B-deild Alþingistíðinda. (2984)

Almennar stjórnmálaumræður

Forseti (EmJ) :

Tekið er fyrir eina málið, sem er á dagskránni, almennar stjórnmálaumræður, útvarpsumræður.

Þessar umræður fara fram í kvöld og annað kvöld á sama tíma. Í kvöld er röð flokkanna þessi:

1. Sjálfstæðisflokkur.

2. Framsóknarflokkur.

3. Alþýðuflokkur.

4. Alþýðubandalag.

Þetta er ein umferð og hefur hver flokkur 60 mínútur til umráða í einu lagi.

Af hálfu Sjálfstfl. tala Ólafur Thors, Friðjón Þórðarson og Sigurður Bjarnason,

Af hálfu Framsfl. tala Hermann Jónasson og Ásgeir Bjarnason.

Af hálfu Alþfl. tala Guðmundur Í. Guðmundsson, Pétur Pétursson og Gylfi Þ. Gíslason.

Og af hálfu Alþýðubandalagsins tala Lúðvík Jósefsson og Hannibal Valdimarsson.

Hefst þá umr., og tekur til máls fyrsti ræðumaðurinn í kvöld, hv. þm. G-K., Ólafur Thors.