03.06.1958
Sameinað þing: 53. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1770 í B-deild Alþingistíðinda. (3003)

Almennar stjórnmálaumræður

Forseti (EmJ) :

Þá er lokið tveim fyrstu umferðunum, og hefur ræðutíminn orðið þannig, að fulltrúar Alþb. hafa notað 45 mínútur af 50, sem flokkurinn á, Sjálfstfl. hefur notað 40 mínútur einnig af 50, hann á því eftir 10. Alþfl. hefur notað 35, eins og tilskilið er, og á eftir 15. Framsfl. hefur notað 45 og á eftir 5.

Hefst nú þriðja og síðasta umferðin. En til þess að þeir, sem stuttan tíma hafa, verði ekki skornir svo naumt niður eins og hér ætti að gera, þá vildi ég mega bæta 5 mínútum við alla flokkana, þannig að þá hefur Alþb. 10 mín, til umráða, Sjálfstfl. 15, Alþfl. 20 og Framsfl. 10.

Hefst nú síðasta umferð með því, að fulltrúi Alþb., hæstv. sjútvmrh., Lúðvík Jósefsson, tekur til máls og hefur 10 mínútur.