16.12.1957
Neðri deild: 40. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1899 í B-deild Alþingistíðinda. (3031)

Bréfaskipti forsætisráðherra Sovétríkjanna og Íslands

Bjarni Benediktsson:

Herra forseti. Búast mátti við þunnu svari, en þó hygg ég, að þetta sé enn þynnra en nokkur hefði getað látið sér í hug koma, jafnvel frá hæstv. fjmrh., svo léleg sem frammistaða hans á Alþ. hefur verið að undanförnu.

Ég vek athygli á því, að hann svaraði ekki og gefur engar upplýsingar um það, hvort samráð eigi að hafa við Alþ., hvorki í heild né við utanrmn., við ráðgjafarnefndina í utanríkismálum né við flokka þingsins.

En ég vil þá spyrja hæstv. fjmrh. að því: Ætlar ríkisstj. um þetta að hafa samráð sín á milli? Verður það borið undir alla ríkisstj., og er undir ákvörðun hennar í heild komið, hvernig þessu bréfi verður svarað?