11.04.1958
Efri deild: 76. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1933 í B-deild Alþingistíðinda. (3062)

Afgreiðsla mála úr nefndum o. fl.

forseti (BSt) :

Ég tel líklegt, að það fari að líða að þinglokum og að það verði, eins og vant er að vera, allmikið annríki síðustu daga þingsins. Þess vegna væri mjög æskilegt að ljúka málum, sem fyrir deildinni liggja, mjög bráðlega, áður en til meira annríkis kemur. Það eru nokkur mál, sem liggja í nefndum deildarinnar, og vildi ég mælast til þess, að þau yrðu afgreidd sem fyrst.

Fjhn. hefur afgreitt öll mál, sem til hennar hefur verið vísað, nema eitt, en það er samkvæmt samkomulagi við flm. þess máls, að afgreiðsla þess bíður um sinn.

Allshn. hefur til athugunar frv. um sölu áfengis og tóbaks til erlendra flugfélaga, 164. mál, í öðru lagi frv. um sveitarstjórnarkosningar, 134. mál. Væri mjög æskilegt, að hv. nefnd gæti skilað áliti um þessi mál.

Heilbr.- og félmn. hefur til meðferðar frv. um húsnæðismálastofnun o. fl., það er 136. mál. Menntmn. hefur frv, um skipan prestakalla, það er 90. mál.

Samgmn. hefur í fyrsta lagi frv. um breyt. á vegalögum, sem lagt var fram snemma á þinginu. Ef til vill lítur hv, n. svo á, að það mál sé afgreitt með þáltill., sem samþykkt var í Sþ. fyrir nokkru, og er þá ekki meira um það að segja. Þá eru í öðru lagi póstlög, það er 32. mál, og í þriðja lagi veitingasala o. fl., 49. mál.

Sjútvn. hefur tvö mál, sem ekki hefur verið skilað nál. um, fyrst frv. um vátryggingarfélög fyrir fiskiskip, það er 125. mál, og í öðru lagi siglingalög, það er 126. mál.

Vildi ég yfirleitt mælast til þess, að hv. nefndir d. skiluðu áliti um þessi mál hið allra bráðasta, en get þó fallizt á, ef hv. samgmn, lítur svo á, að frv. um verðlagabreytingu hafi verið afgr. með vissum hætti nú þegar, að taka það gilt.