10.03.1958
Neðri deild: 63. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1955 í B-deild Alþingistíðinda. (3099)

Varamenn taka þingsæti- rannsókn kjörbréfa

forseti (EOl) :

Mér hefur borizt svo hljóðandi bréf frá Sjálfstfl.:

„Reykjavík, 7. marz 1958.

Hér með er yður tjáð, herra forseti, að Björn Ólafsson, 2. þm. Reykv., þarf nauðsynlega að fara til útlanda og mun verða fjarverandi a. m. k. um tveggja vikna skeið. Er þess óskað, eftir beiðni hans, að 1. varaþm. Sjálfstfl. í Reykjavík, Ásgeir Sigurðsson, taki á meðan sæti hans á Alþingi.

Virðingarfyllst,

f. h. Sjálfstæðisflokksins,

Magnús Jónsson.

Til forseta neðri deildar Alþingis.“