20.12.1957
Sameinað þing: 23. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1963 í B-deild Alþingistíðinda. (3146)

Þingfrestun og setning þings

forseti (EmJ) :

Þar sem nú hefur verið samþykkt þáltill. um frestun Alþingis fram yfir áramót og lokið er þeim störfum þings, sem talin hafa verið mest aðkallandi, þá verður nú gert hlé á fundarstörfum hér og öðrum störfum Alþingis um nokkurn tíma. Ég vil óska öllum hv. alþm. gleðilegra jóla og góðs og farsæls nýárs og þakka þeim samveruna og samvinnuna öllum á liðnu ári. Utanbæjarþingmönnum vildi ég mega óska góðrar ferðar heim og heimkomu og að við megum síðan öll hittast hér heil á ný, þegar þingið kemur aftur saman. Starfsfólki þingsins öllu vil ég einnig óska gleðilegra jóla og góðs og farsæls nýárs og þakka því störfin á liðnu ári.