02.06.1958
Efri deild: 115. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1964 í B-deild Alþingistíðinda. (3151)

Starfslok deilda

forseti (BSt) :

Ég sé ekki, að það liggi beinlínis fyrir eða séu líkur til, að það sé þörf á að halda fleiri fundi í þessari hv. d. Þó kynni það að verða, og ég vil ekki alveg segja það fyrir víst, að ekki verði fleiri fundir haldnir, ef hv. Nd. kynni að senda hingað eitthvað það, sem nauðsyn væri að ljúka við.

Ég vil biðja um umboð hv. d. til þess að ganga frá síðustu fundargerð, þessari fundargerð, — ég held, að það séu ekki fleiri, sem óundirritaðar eru, — skoða það samþ., ef enginn mælir því í gegn.

Nú, þegar við skiljum eftir þetta langa þinghald, þá vil ég leyfa mér að þakka öllum hv. þdm. góða samvinnu við mig sem forseta á þessu þingi og góða viðkynningu á allan hátt og óska þeim gæfu og gengis á þeim tíma, sem í hönd fer.

Sérstakar þakkir vil ég færa starfsmönnum d., varaforsetum, sem hafa hlaupið í skarðið fyrir mig, hæstv. fyrri varaforseti nú fyrir skömmu í veikindaforföllum mínum, og svo skrifurum d.. sem nú eins og áður hafa sýnt alveg framúrskarandi skyldurækni í sínu starfi sem skrifarar. Árna ég öllum viðstöddum heilla.