02.06.1958
Efri deild: 115. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 1964 í B-deild Alþingistíðinda. (3152)

Starfslok deilda

Jóhann Jósefsson:

Herra forseti. Ég ætla, að ég megi mæla það fyrir munn allra hv. dm., er ég þakka hæstv.forseta fyrir hans góðu árnaðaróskir til okkar dm. Við það vil ég bæta í nafni okkar allra þökkum til hæstv. forseta fyrir virðulega og réttláta fundarstjórn á þessu þingi, og vil ég vona, að við eigum von á því, þegar næst verður safnazt hér saman, að mæta hæstv. forseta d. heilum heilsu, og árna honum á meðan og þangað til við hittumst næst alls góðs fyrir hönd okkar allra deildarmanna. Vil ég mælast til þess við hv. dm., að þeir gefi þessum orðum áherzlu með því að rísa úr sætum. – [Dm, risu úr sætum.]