19.12.1957
Sameinað þing: 21. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 506 í B-deild Alþingistíðinda. (393)

1. mál, fjárlög fyrir árið 1958

Bjarni Benediktsson:

Herra forseti. Það kemur fram hjá forseta, að það sé jafnvel hæpið, að unnt sé að ljúka umr. í nótt, þó að haldið verði áfram, a.m.k. verði það ekki fyrr, en mjög seint. Það kom fram í ræðu hv. frsm. meiri hl. fjvn. í dag, að þá hefði n, ekki unnizt tími til að athuga fram komnar brtt., ekki einu sinni frá minni hl. n. Síðan hefur svo að segja ætíð verið látlaus fundur og mjög ólíklegt, að n. hafi gefizt færi á því að kynna sér þetta efni. Það má segja, að þessi umr. sé í raun og veru eina umr. fjárl., vegna þess að engar till. um heildarafgreiðslu lágu fyrir við 1. eða 2. umr. Nú eru þær að vísu mjög ófullkomnar, en formlegar till. liggja þó nú fyrir, þannig að þetta er fyrsta og eina tækifærið, sem Alþ. Íslendinga fær til þess að skoða málið í heild, og ég vil mjög vara við því og raunar mótmæla, að sá háttur verði hafður á, að málið sé keyrt í gegn nú á dagparti og síðan einni nóttu. Ég tel alveg óhjákvæmilegt, ef málið á að fá þinglega meðferð, að það verði hafðir skipulegir fundir hér, það sé ekki óeðlilegt að vísu, að á síðasta spretti verði hafðir næturfundir, ef umr. dragast úr hófi fram. En enn þá sé ég engin merki þess. Venja hefur verið, að umr. um fjárl. hafa staðið dögum saman og enginn undrazt. Þetta er aðalstarf þingsins, og ég vil sem sagt mjög mótmæla því, að sá háttur verði hafður á, að málið verði keyrt í gegn nú í nótt eða umr. lokið, nema því aðeins að menn falli frá orði, sýnt sé, að hér hafi enginn neitt að tala. En mér heyrðist á ummælum hæstv. forseta, að það væri allt annað í efni.