19.12.1957
Sameinað þing: 21. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 506 í B-deild Alþingistíðinda. (394)

1. mál, fjárlög fyrir árið 1958

Forseti (EmJ):

Ástæðan til þess, að umr. um fjárl. er flýtt nokkru meira, en kannske æskilegt væri, er sú, að það hefur komið fram ósk frá allmörgum þm., sem eiga heima utanbæjar, að reyna að komast heim, það snemma fyrir jólin, að þeir lentu ekki alveg á síðustu dögunum fyrir þau með sitt ferðalag. Þess vegna var það talið rétt að reyna að mæta þeim óskum, eftir því sem fært væri.

Ég geri þess vegna ráð fyrir, að umr, verði haldið áfram eitthvað fram eftir nóttu og séð, hvernig gengur, áður en gefizt verður upp við þá hugsun að reyna að ljúka umr. nú.