19.12.1957
Sameinað þing: 21. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 507 í B-deild Alþingistíðinda. (396)

1. mál, fjárlög fyrir árið 1958

Forseti (EmJ):

Ég sé ekki, að það þurfi að fara neitt á svig við þingsköp eða almennar venjur, hvort sem umr. verður haldið áfram nú í nótt eða verður haldið áfram á morgun. Það hefur oft komið fyrir í Alþ. áður, að umr. einmitt um fjárl. hefur verið haldið áfram að næturlagi.

Það verður því gefið fundarhlé í hálfa klukkustund rúmlega, og fundur hefst síðan að nýju stundarfjórðung yfir kl. 12. — [Fundarhlé.]