03.03.1958
Efri deild: 59. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 651 í B-deild Alþingistíðinda. (548)

100. mál, skattur á stóreignir

Jóhann Jósefsson:

Herra forseti. Ég hefði nú búizt við því, að hæstv. fjmrh. mundi sýna þessari hv. d. þann sóma að leiða þetta frv. hér í kirkju, ef ég mætti svo að orði kveða, og mér þykir yfir höfuð dálítið leitt, að hæstv. ráðh. skuli ekki vera í d. Þetta frv. er sem sagt í beinu áframhaldi af löggjöf þingsins áður um þann fræga stóreignaskatt, sem hv. deildarmönnum er vitað að lagður er nú á þessa dagana eða hefur verið. Ef hæstv. fjmrh. er fjarverandi, þá get ég vel beðið dálitla stund, en ég held mínar athugasemdir snerti hans afskipti af þessu máli óhjákvæmalega, þar sem hann hefur staðið fyrir því að fá þetta skattafyrirkomulag lögfest og framfylgir að sjálfsögðu framkvæmd þess. (Forseti: Hæstv. fjmrh. er í umr. í Nd., enda á hann þar sæti. Leggur hv. þm. áherzlu á það, að —) Ja, ég legg eiginlega heldur áherzlu á, að gagnrýni, sem ég kynni að hafa hér um hönd á hæstv. ráðh., kæmi framan að honum, en ekki aftan að honum, þannig að hann gæti verið viðstaddur.