04.03.1958
Efri deild: 60. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 652 í B-deild Alþingistíðinda. (552)

100. mál, skattur á stóreignir

Forseti (BSt):

Það er kunnugt, að hæstv. fjmrh. var að standa fyrir máli sínu í gær í hv. Nd., þegar þetta mál var tekið hér á dagskrá, og eins og ég sagði áðan, hefur forseti þessarar d. ekkert vald yfir hæstv. fjmrh., nema þá þegar hann kemur hér á fund. Ég hef ekki nein tæki til þess að þvinga hann til þess að mæta hér á fundi. Á hinn bóginn er ekki hægt að slá þessu máli á frest óendanlega, en ég skal fresta fundi nú í 10 mín. og sjá, hvort ekki er hægt að hafa samband við hæstv. fjmrh. — [Fundarhlé.]

Ég hef komizt að raun um, að hæstv. fjmrh. getur ekki komið á þennan fund, en vill gjarnan vera við umræður um dagskrármálið, og verður það þá að bíða betri tíma.