24.03.1958
Efri deild: 72. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 693 í B-deild Alþingistíðinda. (584)

100. mál, skattur á stóreignir

Bernharð Stefánsson:

Herra forseti. Út af fsp. hv. þm. Vestm. skal ég taka það fram, að á föstudaginn að loknum fundi, þar sem þetta mál hafði verið hér á dagskrá og rætt, átti ég símtal við skattstjórann og tjáði honum, að hans svar þætti ekki fullnægjandi af sumum nm. og þess væri óskað, að hann gæfi bein svör við því, sem spurt hefði verið um. En þá sagði hann í símanum, að hann gæti ekki gert það enn sem komið væri, svo að á væri hægt að byggja. Hitt sagðist hann kannske geta reynt, ef n. óskaði, að gera einhverja áætlun um, hvernig skatturinn kæmi niður á einstaka atvinnuvegi. Síðan kom nú helgin, og ég hef ekki frekar við þetta átt. Ég gæti nú haldið, að það nægði þá, ef þess er óskað, að þessi áætlun frá hv. skattstjóra kæmi fyrir 3. umr. málsins.