24.03.1958
Efri deild: 72. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 694 í B-deild Alþingistíðinda. (588)

100. mál, skattur á stóreignir

Forseti (BSt):

Ég vil ekki ábyrgjast neitt um það, hvort hægt er að fá þessa áætlun frá skattstjóranum t.d. fyrir fund á morgun, og þar af leiðandi vil ég ekki lofa því, að málið verði ekki tekið fyrir, fyrr en nýtt svar frá skattstjóra liggur fyrir. En hinu skal ég lofa, að biðja hann um svar fyrir fund á morgun, og mun ég þá taka málið af dagskrá, en hafa það á dagskrá á morgun.