27.03.1958
Efri deild: 74. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 703 í B-deild Alþingistíðinda. (597)

100. mál, skattur á stóreignir

Forseti (BSt):

Mér hafa borizt svo hljóðandi skriflegar brtt. við frv., sem fyrir liggur, frá Jóhanni Jósefssyni og Gunnari Thoroddsen: [Sjá þskj. 360].

Þessar brtt. eru ekki nákvæmlega þær sömu og þær, sem hér voru felldar, og er því leyfilegt að bera þær upp, en þær eru of seint fram komnar og þar að auki skriflegar og þurfa því tvöföld afbrigði.