27.03.1958
Efri deild: 74. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 704 í B-deild Alþingistíðinda. (601)

100. mál, skattur á stóreignir

Jón Kjartansson:

Herra forseti. Mig furðar mjög, að það skuli fá svona undirtektir, bæði hjá forseta og frsm., að ekki megi athuga í nefnd, hvort mögulegt er að fá einhverja leiðréttingu á þessu máli. Alþ. hefur nú setið aðgerðalaust frá áramótum, og fundir eru hér nokkrar mínútur. Þetta er vafalaust eitthvert stærsta mál, sem liggur fyrir þinginu, og þá má ekki einu sinni fá það athugað í nefnd. Við vitum, að svipaðar till. hafa verið áður, en nefndin er sannarlega ekki of góð til þess að rökstyðja sitt álit. Ég óska þess eindregið, að það verði þá gefið fundarhlé dálítinn tíma, svo að n. gefist kostur á að segja álit sitt á þessu.