28.02.1958
Efri deild: 58. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 732 í B-deild Alþingistíðinda. (630)

97. mál, réttur verkafólks

Jóhann Jósefsson:

Herra forseti. Mér virðist, að hv. n., sem hafði þetta mál til umræðu, hafi með ráðnum huga gengið fram hjá því að bera þetta mikilsverða mál undir báða aðila, þ.e.a.s. bæði vinnuveitendur og verkamenn, og tel ég, að það komi í ljós í athugasemd tveggja nefndarmanna á þskj. 246.

Nú er það svo, að jafnvel þótt um réttlátt og gott mál sé að ræða, sem snertir fleiri, en einn aðila, álit ég, að það sé tillitsleysi og farið aftan að siðunum, ef ekki eru heyrðir báðir málsaðilar. Og fyrir því að svo hefur fram farið, sem er sýnilegt, að þessu máli hefur ekki átt að ráða til lykta á venjulegan hátt, sízt af öllu lýðræðislegan, þá treysti ég mér ekki, þó að ég sé málinu samþykkur í sjálfu sér eða því atriði, sem um er rætt í frv., til að greiða því atkv. út úr deildinni, en vil heldur ekki vera á móti því, sem sagt verð hlutlaus í þessu máli út úr deildinni. Það á sjálfsagt eftir að fara til hv. Nd., og þar býst ég við og vonast til að þessar málsmeðferðarmisfellur, sem hér hafa á orðið í þessari hv. d., verði af vitrum og sanngjörnum mönnum leiðréttar, og greiði ég þess vegna ekki atkvæði.

Frv. samþ. með 12 shlj. atkv. og afgr. til Nd., með fyrirsögninni:

Frv. til l. um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og um rétt þess og fastra starfsmanna til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla.