12.05.1958
Neðri deild: 91. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 758 í B-deild Alþingistíðinda. (701)

185. mál, tollafgreiðslustöðvun

Ólafur Thors:

Herra forseti. Út af því máli, sem hér er nú á dagskrá á þskj. 491, vildi ég leyfa mér að mælast til þess við hæstv. forseta, að hann gæfi stutt fundarhlé, til þess að þm. Sjálfstfl. gæfist færi á að ræðast við um meðferð málsins. Það er kannske ekki alveg fullur skilningur á milli hæstv. fjmrh. og mín um það, sem við höfum ræðzt við um meðferð málsins, og vil ég gjarnan, að það liggi ljóst fyrir, áður en lengra væri farið. — [Fundarhlé.]