12.05.1958
Efri deild: 93. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 759 í B-deild Alþingistíðinda. (713)

185. mál, tollafgreiðslustöðvun

Fjmrh. (Eysteinn Jónsson):

Gert er ráð fyrir, að Alþ. fjalli næstu daga um frv. frá ríkisstj., sem hefur í sér till. um hækkun á aðflutningsgjöldum. Ríkisstj. þykir rétt að leggja til, að hv. Alþ. setji lög um það í dag, að tollafgreiðslur séu stöðvaðar í nokkra daga, eða á meðan fjallað er um þetta áður nefnda frv. Er í þessu frv. gert ráð fyrir, að þessi tollafgreiðslustöðvun nái til laugardags. Er það sett í trausti þess, að þá verði búið að ákvarða um aðalmálið.

Ég sé ekki ástæðu til að leggja til, að þessu máli verði vísað til nefndar. Það fór nefndarlaust og með góðu samkomulagi allra um hv. Nd. Það hefur einnig verið svo um hliðstæð mál undanfarin ár, þegar eins hefur staðið á. Ég vildi svo biðja hæstv. forseta að greiða fyrir málinu með því að fara fram á það við deildina, að það yrði gert að lögum nú án tafar.