22.05.1958
Efri deild: 104. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 880 í B-deild Alþingistíðinda. (864)

130. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Jóhann Jósefsson:

Herra forseti. Mér kom það á óvart, að hér var hringt til fundar núna, því að mér hefur ekki borizt dagskrá fyrir mitt leyti, og í ríkisútvarpinu var það tilkynnt í hádeginu, að í Alþingi yrðu í dag einungis fundir í Nd. En ég kom hérna fram hjá og leit inn, einmitt á þeim tíma þegar var verið að hringja frá forsetastól, að mér skilst, til að kalla þm. saman. Mér finnst þetta furðuleg vinnubrögð, að láta tilkynna það í útvarpi á réttum fréttatíma, að hér verði enginn fundur í dag, og svo allt í einu er mönnum hópað saman.

Ég mótmæli þessum vinnubrögðum hjá hæstv. forseta.