22.05.1958
Efri deild: 104. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 881 í B-deild Alþingistíðinda. (867)

130. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Forseti (BSt):

Að boða þm. fund með dagskrá getur verið bæði prentuð dagskrá og munnleg. Það er fullkomin fundarboðun að boða mann í síma. Hér fæ ég lista frá starfsliði Alþingis um það, hverjum hafi verið boðaður þessi fundur símleiðis, og virðist öllum hafa verið boðaður hann nema hv. 8. landsk. þm., það virðist ekki hafa náðst í hann. Hér er merkt við hv. þm. Vestm. einnig. (Gripið fram í: Aldrei hringt.) Það hefur án efa verið hringt heim til hv. þm. (Gripið fram í.) Ég veit ekki um það, þetta er ósköp venjulegt. Ekki getur forseti sjálfur farið til allra þm. En sé svo, að hv. þm. hafi ekki verið boðaður fundurinn, þá verð ég að biðja hann að afsaka það. Það er ekki mér að kenna. Ég lagði svo fyrir, að öllum hv. þm. d. væri boðaður fundur, og þessa fundarboðun yfirleitt tel ég algerlega löglega, enda er það undir atkvæðum deildarmanna komið, hvort hér verður nokkurt mál tekið fyrir, því að það mál, sem á dagskránni er, þarf afbrigði, og hv. d. getur fellt það að taka málið fyrir. (Gripið fram í: Hvaða mál er það, með leyfi?) Það er frv. til laga um tekjuskatt og eignarskatt, 130. mál, Nd., þskj 544. — 1. umr. Ef leyft verður. Er þá gengið til dagskrár og dagskrármálið tekið fyrir, sem er tekjuskattur og eignarskattur, frv., 130. nál, Nd., þskj. 514 1. umr. Ef leyft verður. Og með leyfi d., ef það fæst, er vitanlega dagskráin þar með samþykkt.