22.05.1958
Efri deild: 104. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 883 í B-deild Alþingistíðinda. (871)

130. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Forseti (BSt):

Ég vil geta þess, að hér kom til mín einn af hv. þdm. og tjáði mér, að hann hefði ekki fengið boð um þennan fund, auk hv. þm. Vestm., en þó stendur hér á skrá yfir hv. þdm. frá símaþjónustunni, að hann hafi fengið boðið. Ég vona, að þetta komi ekki aftur fyrir, og ég get ekki sakað mig um þetta, því að ég lagði það alveg skýlaust fyrir símaþjónustuna að boða alla hv. þdm. á fundinn.

Til að taka af öll tvímæli um næsta fund, þá verður hann haldinn á morgun á venjulegum fundartíma og þetta sama mál væntanlega tekið á dagskrá, ef n. hefur lokið störfum, og e.t.v. einhver fleiri mál, en að öðru leyti verður fundurinn boðaður með dagskrá. Ég mun eftirleiðis ganga úr skugga um það sjálfur, ef þarf að boða skyndifund, að það sé gert það ýtrasta, til þess að allir hv. þdm. fái að vita um það.