12.12.1957
Neðri deild: 38. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 39 í B-deild Alþingistíðinda. (88)

5. mál, tollskrá o. fl

Forseti (EOl):

Mér hefur borizt viðbótartill. frá hv. 5. þm. Reykv. (JóhH) og 9. landsk, þm. (ÓB) við þeirra skriflegu brtt., sem áður kom fram. Þá mundi öll till. verða þannig:

„Við 1. gr. Síðari málsgr. orðist svo:

Á árinu 1958 skal leggja í sérstakan sjóð 1% af vörumagnstolli og verðtolli skv. tollskrá og hækkunum skv. þessari grein svo og af öðrum aðflutningsgjöldum, þó ekki af söluskatti af innfluttum vörum. Fé þessu skal varið til byggingar tollstöðva í landinu.“

En svo falli niður setningin:

„Álagið skal innheimt með öðrum aðflutningsgjöldum og nýtur sömu lögverndar og þau.“ Það þarf afbrigði til þess, að þessi brtt., sem

er skrifleg og of seint fram komin, megi og koma til umr. og atkvgr.