06.02.1958
Efri deild: 47. fundur, 77. löggjafarþing.
Sjá dálk 913 í B-deild Alþingistíðinda. (893)

93. mál, kostnaður við rekstur ríkisins

Jón Kjartansson:

Herra forseti. Það er ekki til þess að andmæla á neinn hátt þessu frv. Ég lít svo á, að það sé virðingarverð tilraun til þess að sporna eitthvað við örum vexti í rekstri þjóðarbúsins. Ég vildi benda á og biðja hv. nefnd að athuga, hvort þessi nefndarskipun, sem fyrirhuguð er, sé rétt, þ.e. tveir úr ráðuneytunum og einn frá Alþingi. Ég hefði fyrir mitt leyti talið heppilegra, að það væri einn frá ráðuneytunum, t.d. frá fjmrn., og svo tveir tilnefndir af fjvn. Alþingis, Ég vildi vænta þess, að hv. nefnd athugaði þetta eða aðra leið, sem teldist heppilegri. Ég sé ekki t.d. í sambandi við þessa lausn, að stjórnarandstaðan kæmi til greina, en tel það ekki hyggilegt, hver sem hún er á hverjum tíma. Ef tveir eru tilnefndir af fjvn. Alþ., þá yrði stjórnarandstaðan alltaf með. Þetta vildi ég biðja hv. nefnd, sem fær málið til meðferðar, að athuga.