08.12.1958
Neðri deild: 34. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 50 í B-deild Alþingistíðinda. (103)

62. mál, almannatryggingar

Frsm. (Benedikt Gröndal):

Herra forseti. Frv. þetta er þess efnis, að greiða skuli allflestar bætur, sem greiddar eru samkvæmt almannatryggingalögunum, með 9½% hækkun til samræmis við aðrar hækkanir, sem orðið hafa nýlega. Heilbr.- og félmn. er sammála um að mæla með samþykkt frv. og hefur orðið þess áskynja, að það er ástæða til að hraða málinu, ef unnt á að vera að greiða bótaþegum hækkunina í þessum mánuði. Vil ég því vænta þess, að hæstv. forseti og d. greiði fyrir framgangi þess.