09.12.1958
Efri deild: 33. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 54 í B-deild Alþingistíðinda. (114)

62. mál, almannatryggingar

Jóhann Jósefsson:

Herra forseti. Ég leyfi mér að þakka hæstv. utanrrh. fyrir svör hans og þó sérstaklega fyrir undirtektir hans undir þá hugmynd, sem ég var hér að færa fram í d., og er honum sammála um það, að efni þessa frv., sem hér er til afgreiðslu, gefur ekki sérstakt tilefni til að flytja þessa brtt, þar við og sem sagt, mér þykir hin leiðin miklu vissari og betri, sem hæstv. ráðh. benti á, að n., sem er að endurskoða þessa löggjöf, fái þetta í hendur frá mér eða öðrum og þar sem hún fjallar þegar um þessi atriði, þá er það betur kunnugt.

Sérstaklega þótti mér vel mælt í yfirlýsingu hæstv. ráðh., að hann — og ég geri þá ráð fyrir hæstv. ríkisstj. eða þá a.m.k. hans flokkur — muni vera samþykkur á sínum tíma breyt. eitthvað í þá átt, sem óskað hefur verið af mínum kjósendum.