18.12.1958
Efri deild: 40. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1231 í B-deild Alþingistíðinda. (1146)

65. mál, virkjun Sogsins

Frsm. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Ég vil taka það fram í samráði við formann fjhn., að fyrir 3. umr. mun fjhn. taka þetta frv. að nýju til umr. og meðferðar.

Ég vil taka það fram, eins og ég áður hef gert, að ég tel ekki fært, að niður sé felld með öllu verðtrygging þeirra skuldabréfa, sem hér er um að ræða, og að Seðlabankinn, sem hefur heitið fyrirgreiðslu í þessu máli, telur, að með þeim hætti, þ.e.a.s. útgáfu almennra skuldabréfa, sé þýðingarlaust að fara í slíkt útboð.

Hins vegar mun n. fyrir 3. umr. taka til athugunar, hvort hugsanlegt væri að gera einhverjar breyt. á frv., eins og það liggur fyrir.