27.04.1959
Neðri deild: 117. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1522 í B-deild Alþingistíðinda. (1215)

144. mál, stjórnarskipunarlög

Forseti (ÁkJ):

Það hafa nú verið frammi sterkar óskir um það, bæði frá hæstv. ríkisstj. og öðrum, sem standa að málinu, að hraða umr., þannig að henni yrði lokið núna í nótt. (EystJ: Ég vil bara benda á það, að þeir eru allir farnir heim, sem hlut eiga að máli, þannig að það getur ekki verið þeirra meining, að það sé gert, þannig að það hljóti að vera vítalaust fyrir forseta að fresta umr.) Jæja, ég vil þá eftir athugun verða við þessari beiðni og fresta þá umr. og tek málið út af dagskrá. Það liggur ekki fleira fyrir fundinum.