02.05.1959
Efri deild: 111. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1531 í B-deild Alþingistíðinda. (1223)

144. mál, stjórnarskipunarlög

Gunnar Thoroddsen:

Herra forseti. Frv. þetta til stjórnarskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands 17. júní 1944, 144. mál, var lagt fyrir Nd., og voru flm. formenn þriggja þingflokka, og náði málið afgreiðslu frá þeirri deild óbreytt. Hæstv. forsrh. ætlaði sér að fylgja frv. úr hlaði í þessari hv. deild, en er forfallaður vegna veikinda. Ég vildi á þessu stigi vísa til grg. og nál. meiri hl. stjskrn. í Nd. um rökstuðning fyrir frv. og skýringar á því. Sjálfur mun ég geyma mér umr. um málið til 2. umr., nema alveg sérstök tilefni gefist til, en vil leggja til, að málinu verði vísað til 2. umr., og enn fremur flytja þá till., að kosin verði sérstök stjórnarskrárnefnd, 5 manna, til þess að fjalla um málið. Það mun vera venja, þegar frv. liggja fyrir um breytingar á stjórnarskránni, að sá háttur sé hafður að kjósa sérstaka stjórnarskrárnefnd, og sú aðferð var höfð í hv. Nd.