16.04.1959
Efri deild: 102. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1689 í B-deild Alþingistíðinda. (1252)

146. mál, sýsluvegasjóðir

Páll Zóphóníasson:

Herra forseti. Þó að ég treysti því fullkomlega, að n. taki þetta mál til meðferðar milli umræðna, vildi ég samt leyfa mér að benda á, að það þarf að vera dálítill hraði á. Menn búast a.m.k. við því, að það sé farið að draga að þinglausnum, en þetta mál er mál, sem þarf að fá afgreiðslu á þessu þingi. Það er hér á ferðinni í fyrri d., og þess vegna þarf n. að vinda að því bráðan bug að fara í gegnum það og gera við það brtt., ef hún telur þess nauðsyn.

Það var aðeins þetta, sem ég vildi benda á, því að það er alveg óviðunandi, ef frv. dagar uppi.