16.04.1959
Efri deild: 102. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1696 í B-deild Alþingistíðinda. (1260)

146. mál, sýsluvegasjóðir

Bernharð Stefánsson:

Út af ummælum hv. þm. V-Sk. (JK) út af því, að hér var um tíma dregið í efa, að þetta frv. væri löglega lagt fyrir d., þá var það að gefnu tilefni, því að hv. þm. Barð. (SE) sagði, að frv. væri frá samvn. samgöngumála, og vitanlega hefur samvn. samgöngumála beggja d. ekki neinn rétt til að leggja frv. fyrir aðra þd. En svo upplýstist það aftur, að formaður samgmn. þessarar hv. d. lýsti því yfir, að frv. væri frá henni, og þar með er það upplýst, að það er þó löglega lagt fyrir þessa hv. d. En það upplýstist ekki fyrr.