21.04.1959
Efri deild: 105. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1698 í B-deild Alþingistíðinda. (1264)

146. mál, sýsluvegasjóðir

Jón Kjartansson:

Herra forseti. Ég vil fyrir mitt leyti algerlega mótmæla því, að þetta mál sé tafið með því, að það sé tekið út af dagskránni núna, og ég skil ekki satt að segja, af hvaða ástæðu það er. Ég veit ekki betur en samgmn. sé samþykk þessari miðlunartill., sem fram er komin, og það breytir engu í málinu, hvort hv. 1. þm. Eyf. er mættur eða ekki, það er ég alveg sannfærður um. Og ég sé enga ástæðu til þess að fresta málinu, það getur verið til þess bara, að það dagi uppi. Hér í bænum gengur illkynjuð inflúenza. Það veit enginn, hve margir þm. leggjast á næstu dögum. Ég fyrir mitt leyti er algerlega andvigur þessu, og ég skil ekki í því hjá hv. frsm. að vera að koma með þessa till. án þess að ráðgast við okkur meðnm. sína.