21.04.1959
Efri deild: 105. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1698 í B-deild Alþingistíðinda. (1265)

146. mál, sýsluvegasjóðir

Björgvin Jónsson:

Herra forseti. Ég vil eingöngu koma hér til að taka undir orð hv. þm. V-Sk. (JK). Ég sé ekki, að það sé nokkur ástæða til að fresta þessu máli nú. Það er enginn ágreiningur í n. um málið, og það er ágreiningslaust, að nm. lýsa fylgi sínu við till. þeirra hv. 2. þm. Árn. (SÓÓ) og 1. þm. Eyf. (BSt). Ég vil aðeins undirstrika það, að þetta mál er svo mikilvægt, að það er mjög nauðsynlegt, að Alþingi láti vilja sinn í ljós um, hvort það á að verða að lögum eða ekki, og ber brýna nauðsyn til, að því verði hraðað sem allra mest.