21.04.1959
Efri deild: 105. fundur, 78. löggjafarþing.
Sjá dálk 1698 í B-deild Alþingistíðinda. (1266)

146. mál, sýsluvegasjóðir

Sigurður Ó. Ólafsson:

Herra forseti. Mér skilst, að þessar umr., sem nú hafa farið fram um þetta mál, séu utan dagskrár. Ég vil þá segja nokkur orð í sambandi við þetta, skal ekki vera langorður.

Ég vil vísa til ummæla frsm. þessa máls, frsm. samgmn., hv. þm. Barð., um það, að þar sem hv. 1. þm. Eyf. er veikur, en hann er annar flm. að þessari till., og ég hef ekki haft möguleika á því að bera mig saman við hann um þá breyt., sem ég gerði á till. vegna tilmæla vegamálastjóra, sé eðlilegt að fresta nú umræðu um málið. Ég vil þess vegna taka elndregið undir tilmæli frsm., hv. þm. Barð., að málinu verði nú frestað.

Ég vil ekki fara fleiri orðum um þetta að þessu sinni utan dagskrár, en það verður tækifæri til þess að gera það aftur, þegar málið verður tekið til umræðu.